Íslensk erfðagreining stendur fyrir rannsókn á erfðaþáttum fælni þar sem notast er við sýndarveruleika.

Fælni og sýndarveruleiki

Til eru ýmsar gerðir fælni (fóbíu) en afmörkuð fælni  (specific phobia) einkennist af miklum, óraunhæfum ótta við hluti eða aðstæður, til dæmis köngulær. Hægt er að kalla fram fælniviðbrögð með sýndarveruleikagleraugum, en slík tækni gerir þátttakendum kleift að lifa sig inn í tölvugerðar aðstæður. Nánar

Markmið rannsóknarinnar

Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka erfðabreytileika sem hafa áhrif á afmarkaða fælni og fælnirófið og varpa þannig ljósi á erfðaþætti í kvíðaröskunum.

Hverjir geta tekið þátt?

Rannsóknin fer aftur af stað í HR í byrjun mars. Að svo stöddu er nemendum og starfsfólki Háskólans í Reykjavík, átján ára og eldri, boðið að taka þátt í rannsókninni. Allir úr þessum hópi geta tekið þátt, hvort sem þeir eru haldnir einhverri fælni eða ekki.