Hvernig er sýndarveruleikaumhverfið?
- Þátttakendur leysa einfalt verkefni í sýndarveruleika þar sem þeir munu sjá köngulær (köngulóarfælni) og spreyta sig á göngu yfir fjallagil á hengibrú (lofthræðsla).
- Verkefnin eru einföld og þátttakendum þykir þau almennt skemmtileg, einnig þó þeir finni fyrir fælni.
- Lífeðlisfræðilegar mælingar verða skráðar á meðan þátttakendur eru í sýndarveruleikanum. Þar á meðal eru hjartarit og húðleiðni sem eykst við svitamyndun. Þátttakendur munu geta séð valdar niðurstöður að verkefni loknu.
Hvað þurfa þátttakendur að gera?
- Undirrita samþykkisyfirlýsingu sem er skilyrði fyrir þátttöku (sjá samþykki)
- Gefa lífsýni með léttu stroki úr kinn til einangrunar erfðaefnis (sársauka- og hættulaust)
- Svara stuttum spurningalista um kvíða og fælni (10 mín.)
- Leysa einfalt verkefni í sýndarveruleika (20 mín. auk tíma í uppsetningu)
- Framkvæmd rannsóknarinnar tekur um 45 mínútur
- Að auki leysa þátttakendur stutt taugasálfræðiverkefni á netinu þegar þeim hentar (20 mín.)
Gott að vita
- Sýndarveruleikinn getur kallað fram hræðsluviðbrögð hjá hluta þátttakenda. Líkamleg einkenni eru fyrst og fremst aukinn hjartsláttur, örari öndun og svitamyndun (sjá nánar um áhættu).
- Þú getur hætt við þátttöku í rannsókninni hvenær sem er. Þú getur stöðvað sýndarveruleikaverkefnið á meðan á því stendur ef þú treystir þér ekki til að klára það.
- Mælingar á fælniviðbrögðum eru gerðar með litlum rafskautum (elektróðum) sem settar eru við viðbein og á kvið (hjartarit), fingur og hendi (húðleiðni). Einnig er settur súrefnismettunarmælir á enni og öndun mæld með teygjanlegum beltum yfir maga og hitamæli við munn.
- Rannsóknir á erfðaefninu og úrvinnsla á gögnum verður í höndum Íslenskrar erfðagreiningar. Öll gagnavinnsla fer fram á ópersónugreinanlegum, dulkóðuðum gögnum. Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og verður öll meðferð gagna í samræmi við kröfur hennar og skilmála Persónuverndar.