Í hverju felst samþykki mitt?

Undirritun samþykkisyfirlýsingar um þátttöku í rannsókninni (sértækt samþykki) er skilyrði fyrir þátttöku. Samþykkið heimilar meðal annars að samkeyra megi upplýsingar um þig við öll gögn Íslenskrar erfðagreiningar og að nálgast megi upplýsingar úr sjúkraskrám þínum eða gögnum heilbrigðisstofnanna sem gagnast rannsókninni.

Að auki getur þú undirritað samþykki um varðveislu upplýsinga í Lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar (lífsýnasafnssamþykki). Undirritun lífsýnasafnssamþykkis er valfrjáls, með undirritun þess heimilar þú að:

  • Blóðsýni, vefjasýni og erfðaefni sem verður safnað frá þér verði varðveitt undir kóða í Lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar. Þar verða líka geymdar upplýsingar sem þú hefur veitt eða hefur verið safnað um þig annars staðar í tengslum við þátttöku þína í rannsókninni.
  • Að ofangreind sýni og upplýsingar megi nota til annarra vísindarannsókna sem hlotið hafa umfjöllun og samþykki Vísindasiðanefndar. Þessir aðilar geta þó áskilið að leitað sé eftir nýju samþykki þínu.