Notkun fótspora

Íslensk Erfðagreining (ÍE) notar fótspor (e. cookies) til þess að bæta upplifun og öryggi notenda á vefsíðum fyrirtækisins.  ÍE notar ekki fótspor og safnar aldrei persónuupplýsingum til markaðssetningar eða til auglýsinga.

Tilgangur fótspora

Fótspor eru smáar textaskrár sem búnar eru til og sendar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefþjónustu. Tilgangur þeirra er misjafn en á vefsíðum ÍE eru fótspor notuð til þess að auðkenna vafra svo unnt sé að aðlaga vefsíður fyrirtækisins að honum, til að skrá dagsetningar og tíma heimsókna, skrá IP-tölu þess sem heimsækir o.fl. Á þeim vefjum fyrirtækisins sem krefjast innskráningar notenda eru fóstpör sömuleiðis notuð í öryggisskyni til að vernda setu (e. session) notanda á meðan hann er innskráður og koma í veg fyrir að sami aðili geti verið skráður inn í kerfi fyrirtækisins af mörgum tækjum samtímis.

Fótspor frá þriðju aðilum

ÍE nýtir sér fótspor frá þjónustuaðilum, t.d. Google Analytics og Clicky, á vefsíðum sínum.  Þessi fótspor gera okkur kleift að fylgjast með umferð og betrumbæta frammistöðu á vefsíðum fyrirtækisins. Þjónustuaðilar kunna að geta notfært sér upplýsingar úr fótsporum í sinni starfsemi.

Lokað á fótspor

Viljir þú loka á fótspor getur þú gert það með stillingum í þeim vafra sem þú ert að nota til að skoða vefsíður Íslenskrar Erfðagreiningar. Í flestum vöfrum má finna leiðbeiningar um hvernig slökkt er á fótsporum. Einnig má nálgast leiðbeiningar um lokun fótspora á www.aboutcookies.org.uk